Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Kvikugangur virðist færast ofar

28.08.2014 - 08:13
Mynd með færslu
 Mynd:
Land hefur sigið utan jökuls norðan við Dyngjujökul sem bendir til þess að kvikugangurinn liggi mun ofar en áður hefur verið talið. Um fimm kílómetra langt og eins kílómetra breitt sig hefur myndast fyrir ofan kvikuganginn í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls og út á sandinn.

Örlitlir sigkatlar hafa einnig myndast í jaðri Dyngjujökuls. Vísindamenn urðu varir við þessar breytingar þegar flogið var yfir Vatnajökul með TF-SIF í gær. Áætlað er að fljúga aftur yfir svæðið klukkan níu. Lokanir eru enn í gildi á hálendinu norðan Vatnajökuls sem og í Jökulsárgljúfrum að Dettifossi.

Björgunarsveitir og lögregla vakta svæðið sem lokað hefur verið.