„Fysti íslenski kvennalandsleikurinn var á móti Skotum árið 1981. Þetta var rosaleg breyting fyrir okkur stelpurnar að fá allt í einu landslið,“ segir Vanda en hún var þá sextán ára og hafði dreymt um að leika með landsliðinu og eygði þá loks möguleika á því.
„Breytingarnar sem hafa orðið á síðustu árum eru svo gríðarlegar að maður fær reglulega tár í augun yfir öllum þessum dásemdum sem eru að gerast.“ Vanda hrósar Knattspyrnusambandi Íslands fyrir að halda vel utan um kvennalandsliðið. Hún tekur þó fram að enn sé töluvert í land, jafnfrétti sé ekki náð.
„Prinsipp“ að auglýsa ekki kvennalandseiki
En hvað hefur breyst? „Það eru alls konar reglur, við máttum til dæmis ekki vera í skrúfutakkaskóm, leiktíminn var styttri, það var enginn læknir á leikjum og við máttum vera með færri leikmenn en strákarni,“ telur Vanda upp sem dæmi. Hún bætir svo við að á sínum tíma hafi það verið „prinsipp“ að auglýsa ekki leiki kvennalandsliðsins. „Svo það er ekki skrýtið að það hafi ekki margir komið að horfa á okkur. “