Kveðst hæfilega bjartsýnn á árangur

15.02.2020 - 22:18
Mynd með færslu
Ashraf Ghani, forseti Afganistans. Mynd:
Ashraf Ghani, forseti Afganistan, kveðst hæfilega bjartsýnn á viku vopnahlé Talíbana og Bandaríkjanna og telur að frekari tíðinda kunni að verða að vænta á næstu tíu dögum.

Samkomulag sem tilkynnt var um fyrr í vikunni, um að dregið verði úr átökum yfir sjö daga, hefur vakið vonir um að samkomulag náist milli Bandaríkjanna og talíbana.  

Viðræður hafa staðið yfir í meira en ár um hugsanlegan brottflutning bandarískra hersveita frá Afganistan og friðarviðræður milli Talibana og stjórnvalda í Kabúl. Talibanar hafa til þessa ekkert viljað ræða við ráðamenn í Kabúl.  Á milli tólf og þrettán þúsund bandarískir hermenn eru nú í Afganistan. 
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi