Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kúabændur samþykktu endurskoðun búvörusamnings

04.12.2019 - 13:43
Mynd með færslu
 Mynd: Gunnlaugur Starri Gylfason - RÚV/Landinn
Atkvæðagreiðslu meðal kúabænda um endurskoðun nautgripasamnings lauk í hádeginu í dag. 76 prósent bænda samþykktu samninginn en rúm 22 prósent sögðu nei. Á kjörskrá voru 1.332 og tóku 44,1 prósent afstöðu til samningsins.

Búvörusamningurinn var samþykktur árið 2016, með endurskoðunarákvæði árið 2019 og 2023. Samingurinn í heild er í gildi til ársins 2026. 

Sauðfjárhluti samningsins var endurskoðaðu fyrr vegna sérstaklega viðkvæmrar stöðu greinarinnar í fyrra. Nautgripahluti samningsins var endurskoðaður í ár, og var gert samkomulag á milli bænda og ríkis í haust, en þeim samningi var mótmælt meðal bænda. Því var atkvæagreiðslu um hann frestað og ákvæði samningsins endurskoðuð. Sá samningur var samþykktur nú.

Í endurskoðuninni eru meðal annars ákvæði um að framkvæmdanefnd búvörulaga horfa til þess að hámarksverð getur aldrei orðið hærra en þrefalt lágmarksverð mjólkur til framleiðenda eins og það er á hverjum tíma.

Öll viðskipti með kvóta skulu fara fram á markaði. Hægt að staðfesta tilfærslu greiðslumarks milli lögbýla í eigu sama aðila, ef lögbýli var eigu þess sama aðila fyrir 31. desember 2018. Þá er heimilt fyrir einstakling sem flytur búferlum, eða leggur niður búskap á einum stað til að hefja hann á öðrum heimilt að flytja kvótann á milli lögbýla.