Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Kristján Valur vill verða biskup Íslands

19.01.2012 - 14:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Kristján Valur Ingófsson, vígslubiskup í Skálholti hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti biskups Íslands. Í gær tilkynnti Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti, um framboð sitt. Kristján Valur var vígður vígslubiskup í september.

 Í samtali við fréttastofu segist hann hafa hugsað sér að sitja þar út starfsævina, en eftir að Karl Sigurbjörnsson biskup, tilkynnti um að hann gæfi ekki kost á sér áfram í embætti biskups hafi forsendur breyst og hann tekið þessa ákvörðun. Kristján Valur segir að mörg mál bíði nýs biskups, bæði hvað varðar stjórnsýslu innan kirkjunnar og það að reyna að efla kirkjustarf í landinu. Fjármagnsskortur hafi meðal annars valdið þar samdrætti. Hann telur að fleiri nöfn eigi eftir að bætast í hóp þeirra sem gefa kost á sér. Miklu máli skiptir að staðið verði vel að kynningu á biskupsefnum og honum lítist vel á áform kirkjunnar þar að lútandi. Vígja á nýjan biskup á Jónsmessu og gerir Kristján Valur ráð fyrir að kosningin fari fram eftir miðjan mars.