Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Krapi og snjóþekja á vegum en lítið um lokanir

24.02.2020 - 06:56
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Vetrarfærð er víða á vegum landsins en flestir vegir eru opnir. Ofankoma sem óttast var að myndi spilla færð á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í morgun reyndist heldur minni en gert var ráð fyrir.

Hálka eða snjóþekja er á stærstum hluta hringvegarins. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hálka eða hálkublettir á vegum í kringum höfuðborgarsvæðið og krapi á vegum austur til Hafnar í Hornafirði. Vegurinn um Öxi er lokaður og ófært um Breiðdalsheiði.  Hætta er á grjóthruni við Hvalsnes suður af Djúpavogi. Hálka er á vegum á Austurlandi og Norðurlandi. Vegurinn um Víkurskarð er lokaður og þæfingur á Öxnadalsheiði.

Á Vestfjörðum er Dynjandisheiði ófær en aðrar helstu leiðir ættu að vera færar. Þó liggja ekki fyrir upplýsingar um allar leiðir í Ísafjarðardjúpi eins og er.

Á Snæfellsnesi er ófært um Jökulhálsleið, en hálka eða krapi á öðrum leiðum.

Nesjavallaleið er lokuð vegna ófærðar og snjóa.

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV