Spurt var um áhuga fólks á íslenkri knattspyrnu og einnig hvaða íþróttafélag væri í uppáhaldi. KR situr í efsta sæti en 9% aðspurðra nefna Vesturbæjarliðið sem sitt uppáhaldsfélag. Sé tekið tillit til búsetu segjast 12% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu styðja KR en stuðningurinn fer niður í 3% á meðal landsbyggðarfólks. Sjö af tíu efstu liðunum koma reyndar frá höfuðborgarsvæðinu en aðeins ÍA, KA og ÍBV eru fulltrúar landsbyggðarinnar.
Þegar spurt var um áhuga fólks á íslenskri knattspyrnu kom í ljós að rétt um 20% sögðust hafa mjög mikinn eða frekar mikinn áhuga en rúmlega 48% sögðust hafa mjög lítinn eða engan áhuga á íslenskri knattspyrnu.