Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Kosningapróf: Fleiri gegn hertari hælisreglum

Mynd með færslu
 Mynd:
Nærri sjö af hverjum tíu sem tekið hafa kosningapróf RÚV segjast vera ósammála því að herða þurfi reglur um móttöku hælisleitenda og veita færri hæli. 29 prósent eru því hinsvegar mjög eða frekar sammála.

Rúmlega 36.500 hafa tekið afstöðu til fullyrðingarinnar sem hljóðar svo: „Herða þarf reglur um móttöku hælisleitenda og veita færri hæli“.

67 prósent segjast frekar eða mjög ósammála fullyrðingunni. Af þeim eru 14.161 þátttakendur, eða tæp 39 prósent, algjörlega ósammála fullyrðingunni. 29 prósent segjast frekar eða mjög sammála fullyrðingunni, þar af segjast 4.890 algjörlega á þeirri skoðun að herða þurfi reglur og veita færri hæli. 

Rétt er að geta þess að aðferðafræðin uppfyllir ekki kröfur um vísindalegar skoðanakannanir. Prófið og úrvinnsla úr því er fyrst og fremst til gamans gert. Kjósendur geta þó fengið vísbendingar um það með hvaða frambjóðanda þeir eiga mesta samleið. Hægt er að taka kosningaprófið á ruv.is.

 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV