Kona fótbrotnaði á hálendinu

22.07.2019 - 16:30
Mynd með færslu
Mynd úr safni.  Mynd: RÚV
Kona í stórum hóp þýskra ferðamanna fótbrotnaði rétt við Herðubreiðalindir í Vatnajökulsþjóðgarði fyrir hádegi í dag. Hálendisvakt björgunarsveita á svæðinu norðan Vatnajökuls var kölluð út, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að konan hafi farið úr lið í ökkla og læknir sem var á staðnum hafi rétt hann við. Björgunarsveitin keyrði með konuna til móts við sjúkrabíl frá Húsavík sem tók á móti henni við Þjóðveginn. Davíð Már segir konuna nú rétt ókomna á sjúkrahúsið á Akureyri. 

 

helenars's picture
Helena Rós Sturludóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi