Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kona fer í stríð ein af bestu myndum ársins

Mynd með færslu
 Mynd:

Kona fer í stríð ein af bestu myndum ársins

19.06.2019 - 14:47

Höfundar

Kvikmyndin Kona fer í stríð er í sjöunda til tíunda sæti yfir bestu myndir ársins hingað til samkvæmt vefnum Rotten Tomatoes, en 97% af þeim 102 dómum sem síðan hefur safnað um myndina eru jákvæðir.

Stórmyndir eins og Avengers: Endgame, og John Wick 3 hafa rokgengið bæði í miðasölunni og hjá gagnrýnendum en það er þó engar slíkar á finna á lista tíu efstu hjá Rotten Tomatoes, þar raða sér í efstu sætin heimildarmyndir um nagdýr og satanista og skrýtnar óháðar myndir frá Kína og Paragvæ. Í umsögn síðunnar um Kona fer í stríð segir að myndin tækli tímalaus viðfangsefni sín með húmor og léttleika, og þó að hún hafi afþreyingargildi staldri hún við í höfði áhorfenda löngu eftir áhorf.

Þá er myndin ein af fimmtán bestu myndum ársins hingað til að mati tímaritsins Variety. Þar er hún í hópi mynda eins og Avengers: Endgame, Toy Story 4, Leaving Neverland og hinnar kólumbísku Pájaros de verano, Farfuglanna. Í umsögn blaðsins segir að í myndinni sé fjallað um umhverfishryðjuverk á gáskafullan hátt í anda frönsku myndarinnar Amélie. Í myndinni fangi Benedikt Erlingsson frumkraftinn í íslenskri náttúru sem geri manni auðvelt fyrir að halda með herskáa umhverfissinnanum. Þá er nefnt að myndin hafi fangað hug Jodie Foster svo mikið að hún hafi tryggt sér réttinn til þess að endurgera hana.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Kona fer í stríð fékk 10 Eddur

Menningarefni

Jodie Foster endurgerir Kona fer í stríð

Menningarefni

Listaverk með sterkan boðskap verðlaunuð

Kvikmyndir

Kona fer í stríð fær verðlaun Norðurlandaráðs