Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Kolefnissparnaður sprengdur í loft upp í kvöld

31.12.2016 - 10:06
Góðan dag og glelðilegt ár.
Sendi mynd sem ég tók um miðnætti við Hallgrímskirkju.
Gæti e.t.v. Passað betur en þessi sem er með áramótafréttinni.
Full heimild til endurgjaldslausrar notkunar. Mynd: hiticeland.com
Kveðja
Einar Páll
 Mynd: Einar Svavarsson - hiticeland.com
„Þegar upp er staðið erum við svo búin að fórna hluta af þeim kolefnissparnaði sem við höfum náð á árinu.“ Þetta skrifar Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri, um flugeldasýningu landsmanna í kvöld í jólaerindi sínu til starfsmanna Orkustofnunar. Hann leggur til að uppfinningarmenn verði virkjaðir til að nýta vistvæna orku til að töfra fram gerninga á himni undir þrumandi þungarokki frá Skálmöld.

Guðni segir í erindi sínu, sem birtist á vef Orkumálastofnunar um miðjan þennan mánuð, að við áramót „sleppum við eilítið af okkur beislinu, kveikjum bengalska blyselda og skreytum himnafestinguna með flugeldum sem springa og lýsa upp himininn með miklum krafti.“

Hann segir þetta ágætt tækifæri til þess að lifa aftur þá tíma þegar Reykjavík var hituð með kolum og hulin svörtu sótskýi að vetrarlagi og íbúarnir gengu um hóstandi með kolaryk í hálsinum. „Þegar upp er staðið erum við svo búin að fórna hluta af þeim kolefnissparnaði sem við höfum náð á árinu.“

Fram kom í tilkynningu frá Reykjavíkurborg í vikunni að svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum gæti orðið að veruleika fyrstu klukkustundir nýs árs bæði vegna veðurskilyrða og magns innfluttra flugelda.

Guðni bendir á að Bandaríkjamenn reikni með því að brenna 60 tonnum af flugeldapúðri á ári. Kolefnislosunin sem af þessu hljótist samsvari árlegri losun frá 12.000 amerískum bílum. Í áðurnefndri tilkynningu frá Reykjavíkurborg kom fram að í ár hefðu 662 tonn af flugeldum verið flutt inn til landsins eða 118 tonnum meira en á síðasta ári.

Guðni segir að það gæti því verið verðugt verkfæri að virkja uppfinningarmenn þessa lands til að nýta vistvæna orku Íslands til að töfra fram gerninga á himni. „T.d með gufu og tölvustýrðum leysigeyslum sem vörpuðu þrívíðum kynjamyndum á gufuskýin, myndum sem hreyfðust í takt við þrumandi Skálmaldartónlist úr risahátölurum.“ En svo, skrifar orkumálastjóri, þyrfti líka að finna út úr því hvernig „við fjármögnuðum leitina að okkar týndu rjúpnaskyttum á fjöllum og unglingastarfið hjá KR þegar flugeldasala leggst af.“

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV