Klapparstígur í Reykjavík verður endurnýjaður frá grunni ofan Laugavegar að Skólavörðustíg í vor. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að útlit götunnar verði svipað og á Skólavörðustíg að framkvæmdum loknum.
Allt yfirborð götu og gangstétta verður endurnýjað, ásamt lögnum sem komnar eru til ára sinna. Þá verður sett snjóbræðsla í götu og gangstéttar, gönguleiðir breikkaðar og akbraut mjókkuð. Hafist verður handa í mars og verki lýkur að mestu í júni. Kynning hefur verið send til íbúa og hagsmunaaðila.