Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Klækjarefur Donalds Trumps fyrir dóm

Mynd: RON SACHS / EPA
Réttarhöld hófust í dag yfir einum nánasta bandamanni Donalds Trumps. Roger Stone er ákærður í sjö liðum eftir rannsókn Roberts Muellers á afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum. Hann er sakaður um að hindra réttvísina, hafa áhrif á vitni og bera ljúgvitni. Ásakanir um vafasöm klækjabrögð á ferlinum eru reyndar legíó og minna helst á afar ótrúverðuga Hollywood bíómynd.

Roger Stone hefur verið náinn bandamaður Donalds Trumps í fjóra áratugi og einn þekktasti lobbíisti, pólitíski ráðgjafi og skítadreifari í Bandaríkjunum. Þetta hljóðbrot er úr heimildarmyndinni Get Me Roger Stone sem kom út á Netflix vorið 2017 og fjallar aðallega um samvinnu þeirra í kosningabaráttunni. Sérgrein Rogers Stones er að finna óhróður um andstæðinginn og hann hefur á umliðnum áratugum unnið fyrir þekkta Repúblikana eins og Richard Nixon, Ronald Reagan, Bob Dole og Donald Trump. Skrifstofa hans er kölluð Nixon höllin og hann er með risavaxið andlit Nixons húðflúrað á bakið.

Mynd með færslu
 Mynd:
Roger Stone

Roger Stone er þekktur sem meistari klækjabragðanna, fyrir að vera einstaklega ófyrirleitinn og beita öllum hugsanlegum brögðum til að ná fram markmiðum sínum. Í kosningabaráttu Donalds Trumps sá hann um að dreifa ósannindum og samsæriskenningum. Sjálfur segir hann að leiðarstefið sé árás, árás, árás - aldrei að verjast. Aldrei að viðurkenna neitt, alltaf að neita öllu og gera gagnárás. Donald Trump segir hann einstaklega hæfan á sínu sviði.

epa07861113 US President Donald J. Trump answers reporter's questions as he departs the White House for a trip to Texas and Ohio before continuing to New York to attend the opening of the United Nations, in Washington, DC, USA, 22 September 2019.  EPA-EFE/RON SACHS / POOL
 Mynd: RON SACHS - EPA
Donald Trump

Roger Stone var handtekinn í janúar, sakaður um að blekkja rannsóknarnefnd þingsins um tengsl sín við birtingu WikiLeaks á gögnum frá Demókrataflokknum og framboði Hillary Clinton. Stone er sakaður um ljúgvitni, hafa áhrif á vitni og að hindra réttvísina. Sjálfur segist hann saklaus.

epa06369176 (FILE) - FBI Director Robert Mueller as he testifies before the House Judiciary Committee hearing on Federal Bureau of Investigation (FBI) oversight on Capitol Hill in Washington DC, USA, 13 June 2013, (reissued 05 December 2017). According to media reports on 05 December 2017 US special counsel Robert Mueller has asked Germany's Deutsche Bank to provide records of accounts held by US President Donald J. Trump, as part of an investigation into alleged Russian influence in the US presidential election.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA
Robert Mueller

Saksóknarinn heldur því fram að Stone hafi fengið gamanleikarann og útvarpsmanninn Randy Credico til að vera í sambandi við Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann hafi hvatt Credico til að ljúga að þingnefndinni um þátt sinn í málinu, beita öllum brögðum, neita öllu. Hann á meira að segja að hafa hótað að koma hundinum hans fyrir kattarnef ef hann gerði ekki eins og honum var sagt. Saksóknarinn segir að Roger Stone hafi sagt honum að gera eins og Frank Pentangeli gerði í Guðföðurnum tvö. Sá átti að vitna gegn Don Corleone en breytti framburði sínum á síðustu stundu fyrir þingnefndinni. Sagðist ekkert vita um neina glæpastarfsemi, en hefði verið í ólífubransanum með föður hans. Endur fyrir löngu.

Mynd með færslu
 Mynd:

Samkvæmt dómskjölum hvatti Stone Credico til að segja þingnefndinni að vissulega þekki hann Roger Stone, hann hafi verið í ólífubransanum með föður sínum. Endur fyrir löngu. Saksóknarar vildu fá að sýna myndbrot úr Guðföðurnum en því var hafnað. Stone hafnar því alfarið að hafa vitað fyrir fram um leka WikiLeaks. Segist ekkert hafa fengið frá WikiLeaks eða Rússum. Hann hafi engum gögnum komið til Donalds Trumps eða til framboðs hans.

Mynd með færslu
 Mynd:
Hillary Clinton

Stone hefur fyrst og fremst verið pólitískur ráðgjafi síðustu fjörutíu árin, einkum fyrir þekkta frambjóðendur Repúblikana. Hann er þekktur fyrir að svífast einskis við öflun vafasamra upplýsinga um andstæðinga og notkun þeirra. Um tíma rak hann ráðgjafafyrirtæki með með Paul Manafort og fleirum. Manafort var um tíma kosningastjóri Donalds Trumps en afplánar nú sjö og hálfs árs fangelsi í tengslum við fjármálamisferli, Úkraínu og Rússland. Skattsvik og fjársvik urðu honum að falli. Manafort og Stone hafa lengi unnið náið með Donald Trump.

epa06228544 Roger Stone, an associate of US President Donald J. Trump,  speaks to the media after answering questions from the House Intelligence Committee's Russia probe in the US Capitol in Washington, DC, USA, 26 September 2017. The Trump
 Mynd: EPA - RÚV
Roger Stone

Þegar rannsókn Roberts Muellers lauk í maí tók saksóknarinn í Washington við málið Stones. Tveir aðrir sakborningar höfðu þá þegar játað. Michael Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafi Donalds Trumps og Richard Gates, fyrrverandi aðstoðarkosningastjóri Trumps. Þeir bíða dóms. Gates samdi reyndar við ákæruvaldið. Hann vitnaði gegn Paul Manafort og ber að öllum líkindum vitni gegn Roger Stone. Enn á eftir að gefa út ákærur á hendur rússneska fyrirtækinu Concord og framkvæmdastjóra þess, Yevgeny Prigozhin, sem sagður er nátengdur Vladimir Putin. Prigozhin og Concord eiga að hafa dreift óhróðri og falsfréttum í kosningabaráttunni 2016. Í áðurnefndri heimildarmynd segir að Stone hafi verið frumkvöðull í skítadreifingu um andstæðingana og að Washington verði aldrei aftur söm.

Mynd með færslu
 Mynd: Þjóðskjalasafn BNA
Richard Nixon og Elvis Presley

Samkvæmt ákærunni ræddi Stone við menn úr innsta hring kosningabaráttu Trumps um að WikiLeaks væri með hættulegar upplýsingar um Hillary Clinton. Milligöngumenn hans hafi verið samsæringasmiðurinn Jerome Corsi og Randy Credico. Þeim upplýsingum hafi hann haldið leyndum fyrir þingnefndinni. Stone á síðan að hafa reynt að þagga niður í þeim með öllum tiltækum ráðum. Ásakanir um vafasöm klækjabrögð á ferlinum eru reyndar legíó og minna helst á afar ótrúverðuga Hollywood bíómynd.