Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Kjaradeila BÍ og SA í jólahlé

Mynd með færslu
 Mynd: Sturla Skúlason Holm - RÚV
Kjaradeila Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins er komin í jólahlé og engir fundir hafa verið boðaðir fyrir jól. Kjaradeilan er í hnút og ekkert hefur þokast í samkomulagsátt síðustu mánuði.

Ekki hefur verið ákveðið hvort blaðamenn grípi til frekari verkfallsaðgerða á næstunni. Blaðamenn voru síðast í verkfalli fimmtudaginn 5. desember og höfðu verið í verkfalli þrjá föstudaga í nóvember. Í þeim verkföllum voru bæði mbl.is og RÚV sökuð um verkfallsbrot og voru þau kærð til Félagsdóms.

Úrskurðar Félagsdóms er ekki að vænta fyrr en í seinni hluta janúar á næsta ári. Samtök atvinnulífsins höfðu frest til að skila greinargerð þar til í síðustu viku og nú hefur Blaðamannafélagið frest til þess að bregðast við þeirri greinargerð.

Þess skal getið að blaðamaður er félagi í Blaðamannafélagi Íslands.