Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Kínverjar banna plastpoka

20.01.2020 - 12:57
epa01183909 A shopper carries her shopping with free supermarket shopping bags in London, Britain, 27 November 2007. London councils want free plastic bags to be banned. They want shops to sell more environmentally friendly reusable bags instead. An
 Mynd: EPA
Kínversk stjórnvöld ætla að banna notkun plastpoka í stærstu borgum landsins frá og með næstu áramótum. Einnota plastpokar verða svo alfarið bannaðir frá og með 2022. Þá verður veitingahúsum bannað að nota einnota sogrör úr plasti frá og með næstu áramótum.

Stjórnvöld hafa kynnt umfangsmiklar aðgerðir til þess að draga úr notkun plasts í landinu, en þau hafa árum saman þurft að kljást við þann stóra vanda að koma öllu rusli frá 1400 milljónum Kínvera í lóg. Stærstu öskuhaugar landsins, sem eru á stærð við 100 fótboltavelli eru nú þegar fullir, en upphaflega var gert ráð fyrir því að þeir gætu tekið á móti úrgangi fram undir miðja öldina.

 

johannhlidar's picture
Jóhann Hlíðar Harðarson
Fréttastofa RÚV