Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kielsen heldur áfram sem formaður Siumut

26.08.2019 - 20:47
epa07064150 Greenland's Prime Minister Kim Kielsen, who is also the chairman of the Social Democratic 'Siumut' party, speaks at a news conference in Nuuk, Greenland, 02 October 2018. Kielsen presented his new minority government after losing a coalition partner in September and thus finding his government in a crisis. Media reports state that Kilesen together with the liberal-conservative 'Atassut' party and center-left 'Nunatta Qitornai' party formed a new minority government that will be supported in parliament by the island's Democrats party.  EPA-EFE/CHRISTIAN KLINDT SOELBECK DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - Ritzau Scanpix
Kim Kielsen heldur áfram sem leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins Siumut á Grænlandi og formaður landsstjórnarinnar. Sex þingmenn flokksins og einn ráðherra lýstu fyrr í mánuðinum yfir vantrausti á hann og kröfðust afsagnar. Málinu var vísað til deilda Siumut-flokksins.

Á fundi flokksstjórnar í dag var upplýst að meirihluti flokksdeilda styður Kielsen til áframhaldandi formennsku. Deilur hafa kraumað í Siumut-flokknum meðal annars vegna úthlutunar viðbótarkvóta og uppbyggingar flugvalla.