Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Keyra á varaafli vegna snjóþyngsla undir háspennulínum

15.03.2020 - 19:48
Innlent · Norðurland · RARIK · Veður
Mynd með færslu
 Mynd: RARIK
Mikill snjór er nú á Þverárfjalli á Skaga. Snjór hefur meðal annars hlaðist upp undir háspennulínu RARIK á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar.

Rafmagn hefur verið tekið af þessum kafla línunnar og verður það ekki sett á aftur fyrr en búið er að hreinsa undan línunni, segir í tilkynningu frá RARIK. Þetta er gert í samráði við íbúa á svæðinu og hefur varaafli verið komið fyrir eftir þörfum. 

„RARIK vill ítreka að snjór getur hafa hlaðist upp á fleiri stöðum og mikilvægi þess að fólk sem á leið um þetta svæði sýni varkárni,“ segir í tilkynningu, en á tímabili var vírinn kominn niður fyrir tvo metra þar sem lægst var.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV