Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Kattaplága á Héraði

19.03.2014 - 21:58
Mynd með færslu
 Mynd:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs vill að gert verði átak í að fækka villiköttum í þéttbýlinu í sveitarfélaginu, Egilsstöðum. Tillaga þessa efnis var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjornar í dag.

Bæjarstjórn tók þar með undir með skipulags og mannvirkjanefnd sveitarfélagsins. Fela á starfsmönnum bæjarins að láta birta auglýsingu þar um, en ekki er kveðið nánar á um aðgerðir. Yfirskrift málsins í fundargerð er hins vegar: Kattaplága, ósk um að gerðar verði úrbætur. 

Uppfært kl. 23.06: Á vef Vísis er vitnað í Stefán Boga Sævarsson, bæjarfulltrúa á Fljótsdalshéraði, sem segir að settar verði út gildrur, kettirnir verði fangaðir og geymdir í dýrageymslu í ákveðinn tíma, áður en þeir verði aflífaðir.