Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Katrín nýr formaður VG

Mynd með færslu
 Mynd:
Katrín Jakobsdóttir var kosin nýr formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á landsfundi hennar á Nordica Hotel. Katrín fékk 245 atkvæði eða 98,4% prósent.

Katrín sagðist hlakka til samstarfsins við fráfarandi formann, Steingrím J. Sigfússon, og sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af neinum aftursætis eða framsætis-bílstjórum. Vinstrihreyfingin grænt framboð væri rúta.