Katrín fer til Bessastaða í dag

02.11.2017 - 13:11
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðið Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, til fundar á Bessastöðum klukkan fjögur í dag. Fundi formanna fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra lauk í hádeginu. Talið er líklegt að Katrín falist eftir stjórnarmyndunarumboði.

Formennirnir áttu langan fund síðdegis í gær og funduðu síðan í kjölfarið með þingflokkum sínum. Þessi ríkisstjórn hefði eins þingmanns meirihluta sem er tæpt en Katrín Jakobsdóttir hefur sagt að hún hafi ekki áhyggjur af því. Stóru málin eru ekki öll þau sömu hjá þessum fjórum flokkum og því reynir á vilja flokkanna til að mynda þessa ríkisstjórn þar sem Katrín Jakobsdóttir yrði að öllum líkindum forsætisráðherra.

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi