Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Kastljós í heild: Urðu að farga 14.000 fuglum

28.11.2016 - 19:42
Mynd: Matvælastofnun / Matvælastofnun
Eftir að hafa plægt í gegnum þúsund síður af eftirlitsskýrslum dýralækna á vegum Matvælastofnunar stendur tvennt upp úr: Annars vegar það að neytendur hafa verið blekktir árum saman. Brúnegg ehf hafa merkt framleiðslu sína sem vistvæna, án þess nokkurn tímann að uppfylla þau skilyrðin sem sú reglugerð setti. Matvælastofnun upplýsti ekki um það.

Hins vegar stóð fyrir dyrum líklega stærsta vörslusviptingaraðgerð sem Matvælastofnun hefur nokkru sinni ákveðið. Ástæðan er margítrekuð brot Brúneggja á lögum um velferð dýra og reglugerð um velferð alifugla.

Umfjöllun Kastljóss er að finna í spilaranum hér að ofan.

Brúnegg hafa nú breytt merkingum á umbúðum. Ekki er lengur tekið þar fram að fyrirtækið hafi vistvæna vottun. Merki um vistvæna landbúnaðarafurð er þó enn á eggjabökkunum, og enn segir að velferð dýra sé höfð að leiðarljósi í framleiðslunni. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
tryggvia's picture
Tryggvi Aðalbjörnsson
Fréttastofa RÚV
thoraa's picture
Þóra Arnórsdóttir
Fréttastofa RÚV