Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Karlprestar og -djáknar segjast hafna þöggun

27.11.2017 - 10:40
Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
49 karlkyns prestar og djáknar hafa ritað nöfn sín undir yfirlýsingu þar sem þeir heita því að gera allt sem þeir geta til að tryggja konum öryggi innan þjóðkirkjunnar og annars staðar þar sem þeir hafi völd og áhrif. „Þöggun um kynferðislega áreitni og valdbeitingu verður ekki liðin af okkar hálfu. Við munum tilkynna áreitni sem við verðum vitni að,“ segir í yfirlýsingu hópsins.

Í tilkynningu um málið frá séra Sigurði Árna Þórðarsyni, sóknarpresti í Hallgrímskirkju, segir að undirskriftalistinn hafi verið settur fram í lokuðum umræðuhópi presta, djákna og guðfræðinga á netinu. Margir hafi valið að vera ekki í þeim hópi og auk þess hafi skammur tími verið gefinn til undirritunar. Listinn segi því ekkert um afstöðu þeirra sem ekki eru á honum.

Undir yfirlýsinguna skrifa eftirtaldir:
Aðalsteinn Þorvaldsson, Axel Á. Njarðvík, Arnaldur Bárðarson, Árni Svanur Daníelsson, Baldur Kristjánsson, Bolli Pétur Bollason, Bragi J. Ingibergsson, Davíð Þór Jónsson, Fjölnir Ásbjörnsson, Friðrik Hjartar, Fritz Már Jörgensen, Grétar Halldór Gunnnarsson, Guðni Már Harðarson, Guðmundur Brynjólfsson, Guðmundur Örn Jónsson, Gunnar Stígur Reynisson, Gylfi Jónsson, Halldór Reynisson, Hans Guðberg Alfreðsson, Haraldur M. Kristjánsson, Hreinn Hákonarson, Ingólfur Hartvigsson, Jón Dalbú Hróbjartsson, Jón Ármann Gíslason, Jón Ómar Gunnarsson, Kjartan Jónsson, Kristján Björnsson, Magnús Björn Björnsson, Magnús Erlingsson, Oddur Bjarni Þorkelsson, Ólafur Jóhann Borgþórsson, Ólafur Jón Magnússon, Páll Ágúst Ólafsson, Sigfinnur Þorleifsson, Sigfús Kristjánsson, Sighvatur Karlsson, Sigurður Arnarson, Sigurður Árni Þórðarson, Sigurður Grétar Helgason, Skúli S. Ólafsson, Svavar Alfreð Jónsson, Svavar Stefánsson, Vigfús Bjarni Albertsson, Viðar Stefánsson, Þorgeir Arason, Þorvaldur Víðisson, Þór Hauksson, Þórhallur Heimisson og Þráinn Haraldsson.