Kári Kristján greindur með COVID-19

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Kári Kristján greindur með COVID-19

25.03.2020 - 17:30
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson, línumaður í bikarmeistaraliði ÍBV í handbolta, hefur greinst með COVID-19 veiruna. Kári verður því í einangrun að heimili sínu næstu tvær vikurnar.

Kári Kristján staðfesti við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag á Stöð 2 að hann hefði greinst með veiruna í gær. Ólíklegt þykir honum þó að aðrir leikmenn ÍBV séu veikir.

„Samkvæmt smitrakningateyminu er ekki líklegt að ég hafi fengið þetta úr ÍBV-liðinu,“ segir Kári.

Óvenju mörg smit hafa greinst í Vestmannaeyjum sem má að einhverju leyti rekja til bikarúrslitaleiks ÍBV við Stjörnuna í Laugardalshöll þann 7. mars síðastliðinn. Einn úr þjálfaraliði Stjörnunnar greindist með veiruna örfáum dögum eftir leikinn og fór allt Stjörnuliðið í sóttkví. Þá greindist Vestmannaeyingurinn Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, einnig með veiruna en hann var á leiknum.

Tengdar fréttir

Vestmannaeyjabær

Böndin berast að bikarúrslitaleik ÍBV og Stjörnunnar

Handbolti

Arnar greindur með COVID-19