Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Kári afhenti rúmlega 85 þúsund undirskriftir

30.04.2016 - 15:15
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Kári Stefánsson setti í dag lokapunktinn við undirskriftasöfnun þá sem hann hefur staðið fyrir um endurrreisn heilbrigðiskerfisins og afhenti forsætisráðherra 85 þúsund undirskriftir við kröfu um að Alþingi skuli verja 11% vergrar landsframleiðslu í heilbrigðismál. Kári fagnar því að forvígismönnum ríkisstjórnarinnar hafi snúist hugur. Þeir hafi tekið hugmyndum hans illa í fyrstu en stefni nú að því að auka framlög til heilbrigðismála.

Kári leggur þó áherslu á að það verði ekki beðið með það að auka framlög til heilbrigðismála. Ríkisstjórnin boðar í nýrri fjármálaáætlun að framlögin verði aukin í 200 milljarða á ári árið 2021, ríflega 30 milljörðum hærri en þau eru nú.

Kári segir langt í frá að baráttunni sé lokið. „Menn gretta sig ekki eins mikið út af þessari söfnun í dag eins og þeir gerðu til að byrja með og ég held satt að segja að þetta eigi eftir að verða stærsta kosningamálið núna að hausti og ég mér finnst mjög líklegt að þetta komi til með að leiða til þess að við munum fjárfesta mun meira í heilbrigðiskerfinu. Ef það er rétt þá hefur þetta gengið upp, þá höfum við náð þeim árangri sem við ætluðum okkur.“

 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV