„Kampavín í vatninu hérna“

Mynd: Mummi Lú / RÚV

„Kampavín í vatninu hérna“

21.09.2019 - 17:35
„Ég er bara fyrst og fremst auðmjúkur og þakklátur að fá að vinna með þessum stelpum,“ segir Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í dag.

Valur vann 3-2 sigur gegn Keflavík í dag þar sem liðið komst 3-0 yfir áður en Keflavík vann sig inn í leikinn. Pétur segir stress fylgja því að fyrsti titill Vals í níu ár sé í húfi.

„Við þurftum að komast yfir þennan níu ára vegg, sem er síðan að Valur vann síðast. Og það var auðvitað stress og eitthvað en við munum ekkert eftir því á morgun sko.“ segir Pétur.

En hvaða þýðingu hefur þessi titill?

„Góður vinur minn sagði við mig: Risinn er vaknaður. Ég veit ekki hvernig það er hjá okkur en ég vona það.“ segir Pétur.

Titill Vals var sögulegur fyrir þær sakir að liðið er það fyrsta til að vera handhafi Íslandsmeistaratitils í fótbolta, handbolta og körfubolta samtímis. Engu liði hefur tekist það, hvorki í karla- né kvennaflokki. En hvað er í vatninu á Hlíðarenda?

„Það er ábyggilega kampavín í vatninu hérna, ég held það.“ segir Pétur.

Fleira kemur fram í viðtalinu við Pétur sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Tengdar fréttir

Fótbolti

„Við erum bestar“

Fótbolti

Valur Íslandsmeistari kvenna í fótbolta