Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kaffihúsi á Dalvík lokað vegna veðurs í fyrsta sinn

10.12.2019 - 14:40
Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Aðalheiður Símonard? - Aðsend mynd
„Það bætir mikið í vind og það er mjög hvasst úti,“ segir Kristín Aðalheiður Símonardóttir á Dalvík í samtali í útvarpsfréttum. „En það blautur snjór svo þetta skilur ekki mikið eftir sig, því miður. Við viljum endilega fara að fá góðan skíðasnjó.“

Kristín Aðalheiður rekur Kaffihús Bakkabræðra í bænum og lokaði því í dag. Það er í fyrsta sinn í sex ára sögu þess sem lokað er vegna veðurs. „Það bætir mikið í vind og það er mjög hvasst úti. En það blautur snjór svo þetta skilur ekki mikið eftir sig, því miður. Við viljum endilega fara að fá góðan skíðasnjó.“

Það var rafmangslaust um stund á Dalvík í dag. „Rafmagnið er komið á. Þetta stóð nú stutt yfir að minnsta kosti hjá okkur. Mér skilst að það sé rafmagnslaust fram í sveit inni í Svarfaðardal og þar liggi fjórir brotnir staurar og vandræði.“

„Ég hef ekki heyrt um nein óhöpp hér en ég held að björgunarsveitirnar séu hér á ferðinni; keyri hér fram og til baka og eru alltaf til taks. Það er alveg ómetanlegt að hafa þetta fólk ef eitthvað bjátar á,“ segir Kristín Aðalheiður. „Hér lokuðu flest fyrirtæki og búðirnar. Það er enginn úti og enginn á ferli sem betur fer.“