Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Jónas Egilsson ráðinn sveitarstjóri í Langanesbyggð

30.03.2020 - 16:56
Mynd með færslu
Sveitarstjóri og oddviti Langanesbyggðar undirrita ráðningarsamning Mynd: Langanesbyggð
Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur ráðið Jónas Egilsson í starf sveitarstjóra út kjörtímabilið. Jónas hefur verið skrifstofustjóri sveitarfélagsins undanfarin ár.

Jónas tekur við af Elíasi Péturssyni sem var ráðinn bæjarstjóri í Fjallabyggð í lok febrúar.

Jónas hefur starfað sem skrifstofustjóri Langanesbyggðar og staðgengill sveitarstjóra frá því í febrúar 2017. „Hann er því flestum hnútum sveitarfélagsins kunnugur. Auk þess hefur hann reynslu af stjórnum og sveitarstjórnarmálum,“ segir Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti Langanesbyggðar, í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.

Jónas er með BA próf í stjórnmálafræði og MA próf í alþjóðlegum samskiptum. Hann starfaði meðal annars í 13 ár sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.