Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Jón kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins

14.09.2019 - 16:30
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þingmaðurinn Jón Gunnarsson var í dag kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins á flokksráðs- og formannafundi flokksins sem haldinn er á Reykjavík Hótel Nordica.

Jón hafði betur gegn Áslaugu Huldu Jónsdóttur, formanni bæjarráðs í Garðabæ, sem einnig gaf kost á sér í embættið. Jón hlaut 135 atkvæði á móti 117 atkvæðum Áslaugar.

Jón hefur verið þingmaður Suðvesturkjördæmis síðan 2007 og var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra árið 2017.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir hefur gegnt emb­ætt­inu und­an­farin fjögur ár. Hún hefur nú tekið við sem dómsmálaráðherra. Skipulagsreglur flokksins koma í veg fyrir að ráðherra geti verið ritari flokksins og því þurfti að kjósa nýjan. 

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV