Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Jón Kalman orðaður við Nóbelsverðlaun

Mynd með færslu
 Mynd:

Jón Kalman orðaður við Nóbelsverðlaun

08.10.2014 - 16:03
Samkvæmt frétt í ítalska blaðinu Cronache del Garantista eftir ítalska blaðamanninn Paolo di Paolo hefur nafn Jóns Kalmans Stefánssonar verið nefnt í tengslum við Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.

Þríleikur Jóns Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins hefur verið þýddur á ítölsku og vakið athygli fyrir skarpa afhjúpun á mannlegu eðli. Ýmsir frægir höfundar eru nefndir sem líklegir verðlaunahafar á borð við Philip Roth Jon Fosse, Milan Kundera auk ítölsku höfundanna Umberto Eco, Corrado Calabro og Claudio Magris. Tilkynnt verður á morgun hver hlýtur hin eftirsóttu verðlaun. 

Tilkynnt verður um Nóbelsverðlaunin í bókmenntum klukkan ellefu í fyrramálið. Sent verður út frá athöfninni í beinni útsendingu.