Í þessum níunda þætti jóladagatals RÚV núll neyðist Helga Margrét til að skipta um skoðun á einu umdeildasta og jafnframt ástsælasta jólalagi þjóðarinnar, Ef ég nenni, sem söngvarinn Helgi Björns hefur fyrir löngu gert ómissandi fyrir marga um jólin.
Jólakortið er jóladagatal RÚV núll í 24 hlutum. Á hverjum morgni fram að jólum fá áhorfendur að sjá eitt brot í viðbót af leið samstarsfélaganna Helgu og Mána í átt að því að halda jólin saman. Fylgstu með í spilara RÚV, í frelsi RÚV á þjónustum símafyrirtækjanna eða á samfélagsmiðlum RÚV núll, bæði Facebook og Instagram.