Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Jólakötturinn vaknaði til lífs á Lækjartorgi

16.11.2019 - 20:32
Mynd: Fréttir / Fréttir
Flestir kannast við jólaköttinn, sem var sagður gríðarstór í kvæði Jóhannesar úr Kötlum. Svo virðist sem Jóhannes hafi vitað hvað hann söng því gríðarstór jólaköttur vaknaði til lífs á Lækjartorgi síðdegis í dag við mikinn fögnuð viðstaddra.

Þó að kisi hafi ekki veifað stélinu sterka, eða stokkið, klórað og blásið, þá glennti hann vissulega upp glyrnurnar sem voru glóandi báðar tvær. Börnin virtust þó ekki láta gamla þjóðsögu á sig fá og hræddust ekki að fara í jólaköttinn.

Þetta er í annað sinn sem jólakötturinn, sem er um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd, lýsir upp aðventuna í miðborginni en hann mun standa vaktina á Lækjartorgi fram yfir áramót.

 

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV