Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Johnson leikur eftir atriði úr Love Actually

10.12.2019 - 11:12
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot
Ný kosningaauglýsing breska Íhaldsflokksins hefur vakið athygli, en þar leikur forsætisráðherrann Boris Johnson eftir atriði úr kvikmyndinni Love Actually. Hugh Grant, sem lék í myndinni, segir auglýsinguna góða en að augljóst hafi verið að Johnson hafi ekki treyst sér til að vera boðberi sannleikans.

Auglýsinguna má sjá hér að ofan. Þar biðlar Boris Johnson til kjósanda um að kjósa og kjósa rétt. Þyki einhverjum aðstæðurnar kunnuglegar er það vegna þess að auglýsingin er nákvæm eftirlíking af atriði ú kvikmyndinni Love Actually. Það atriði má sjá hér að neðan. 

Meðal þeirra sem tjáð sig hafa um auglýsingu Íhaldsflokksins er leikarinn Hug Grant, sem lék forsætisráðherra Bretlands í Love Actually á sínum tíma. Grant sagði í útvarpsviðtali að auglýsingin væri vel unnin. Hann sagði hinsvegar eitt skilti augljóslega vanta, og það væri skiltið það sem á stendur að á jólunum segi maður alltaf sannleikann. 

„Áróðursmeistarar Íhaldsflokksins hafa kannski séð að það skilti hefði kannski ekki passað vel í höndunum á Jonson,“ sagði Grant. 

Leikarinn hefur verið harður gagnrýnandi forsætisráðherrans í gegnum tíðina. 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV