Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Jóhanna segir Sigmund verða að segja af sér

03.04.2016 - 20:48
Mynd með færslu
 Mynd: Tryggvi Aðalbjörnsson - RÚV
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra segir á Facebook síðu sinni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, verði strax að segja af sér til að koma í veg fyrir uppreisn í samfélaginu.

Hún segir að ríkisstjórnin verði öll að fara frá því trúverðugleiki þjóðarinnar gagnvart alþjóðasamfélaginu sé í húfi. Trúnaðarbrestur hafi myndast á milli ríkisstjórnarinnar og fólksins í landinu.

Orðrétt segir Jóhanna: „Fólk vill ekki hafa forsætisráðherra sem það þarf að skammast sín fyrir - forsætisráðherra sem uppvís hefur orðið að blekkingum og óheiðarleika - forsætisráðherra sem lýst hefur vantrausti á gjaldmiðilinn og íslenskt efnahagsumhverfi með því að fela fjármagn sitt í skattaskjóli - forsætisráðherra sem virðist ekki skilja hvað siðferði er og vill fá sjálfur að setja sér sínar eigin siðareglur - forsætisráðherra sem er nú settur í hóp með siðspilltum valdamönnum í heiminum.“

Stöðufærslu Jóhönnu má lesa í heild sinni hér:

 

Forsætisráðherra verður strax að segja af sér og ríkisstjórnin öll að fara frá. Það er ekki bara trúverðugleiki þjóð...

Posted by Jóhanna Sigurðardóttir on 3. apríl 2016