Athugið þessi frétt er meira en 13 ára gömul.

Jóhanna og Jónína í hjónaband

27.06.2010 - 17:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er á meðal þeirra fyrstu sem ganga í hjónaband á grundvelli nýrra hjúskaparlaga, sem leyfa hjónavígslur fólks af sama kyni.

Jóhanna og Jónína Leósdóttir, maki hennar, lögðu í dag inn umsókn um að staðfestri samvist þeirra yrði breytt í löggilt hjónaband. Engin formleg athöfn var þó haldin af þessu tilefni. Hjónabandið tók gildi í dag, um leið og lögin sem veita samkynhneigðum sama rétt og gagnkynhneigðum til að láta gefa sig saman hjá söfnuðum og sýslumönnum.