Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Jimmy Carter laus við krabbamein í heila

06.12.2015 - 20:56
epa04729635 Palestinian leader Mahmud Abbas (R) shakes hands with former US President Jimmy Carter during their meeting in the West Bank city of Ramallah, 02 May 2015.  EPA/ABBAS MOMANI / POOL
Carter og Abbas í Ramallah í dag. Mynd: EPA - AFP POOL
Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, upplýsti nemendur í sunnudagaskóla í Georgia í dag að hann væri laus við krabbamein í heila. Hann hefði farið í heilaskanna í vikunni sem hefði leitt þetta í ljós. Carter var að kenna 350 manns í Maranatha- baptistakirkjunni þegar hann greindi frá þessu. „Allir í kirkjunni klöppuðu fyrir honum,“ hefur staðarblað eftir einum safnaðarmeðlimi.

Þetta kemur fram á vef BBC

Carter var 39. forseti Bandaríkjanna. Hann sat eitt kjörtímabil frá 1977 til 1981. Hann laut í lægra haldi fyrir repúblikananum Ronald Reagan í forsetakosningunum 1980. 

Hann hefur hin síðustu ár helgað sig mannúðarmálum og tekið þátt í að miðla málum í alþjóðadeilum. Hann hefur reynt að ná sáttum í málefnum Sýrlands og átt fundi með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.

Carter hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2002 fyrir að leita lausna á alþjóðlegum deilum. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV