Jennifer Lopez slaufaði rauða dreglinum

epa08106008 Jennifer Lopez arrives for the 77th annual Golden Globe Awards ceremony at the Beverly Hilton Hotel, in Beverly Hills, California, USA, 05 January 2020.  EPA-EFE/NINA PROMMER
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Jennifer Lopez slaufaði rauða dreglinum

06.01.2020 - 14:30
Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í 77. sinn í nótt og venju samkvæmt var mikið um dýrðir á rauða dreglinum. Klæðnaður margra sló í gegn en hjá öðrum þótti hann ekki alveg jafn vel heppnaður.

Íslendingar áttu sinn fulltrúa á hátíðinni en Hildur Guðnadóttir hlaut gullhnöttinn fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hildur er önnur konan í sögunni til að hljóta verðlaunin fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sömuleiðis annar Íslendingurinn en Jóhann Jóhannsson hlaut þau fyrir tónlistina í The Theory of Everything árið 2014. 

epa08106598 Icelandic musician Hildur Guonadottir holds the award for Best Original Score - Motion Picture for 'Joker' in the press room during the 77th annual Golden Globe Awards ceremony at the Beverly Hilton Hotel, in Beverly Hills, California, USA, 05 January 2020.  EPA-EFE/CHRISTIAN MONTERROSA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hildur Guðnadóttir

Litríkir, munstraðir kjólar og smekkleg jakkaföt
Rauður var eins og oft áður einn af litum hátíðarinnar en stórleikkonurnar Nicole Kidman, Scarlett Johansson og Helen Mirren mættu allar rauðklæddar í síðkjólum og vöktu verðskuldaða athygli. 

Mynd með færslu
 Mynd: Nina Prommer - EPA
Nicole Kidman, Helen Mirren og Scarlett Johansson

Þær Priyanka Chopra Jonas, Saoirse Ronan og Kaitlyn Dever þóttu líka hafa valið vel. Chopra klæddist smekklegum bleikum síðkjól, Ronan var í silfruðum einföldum kjól og hin 23 ára Dever sem sló í gegn í kvikmyndinni Booksmart á síðasta ári, tók blómlega áhættu sem þótti heppnast vel. 

Mynd með færslu
 Mynd: Nina Prommer - EPA
Priyanka Chopra Jonas, Kaitlyn Dever og Saoirse Ronan

Þá voru jakkaföt vinsæl meðal stjarnanna, hjá öllum kynjum. Hjónin Ellen DeGeneres og Portia de Rossi voru glæsilegar en Ellen tók við heiðursverðlaunum Carol Burnett fyrir framlag sitt til sjónvarps á hátíðinni. Einn af hinum fimm fræknu í sjónvarpsþáttunum Queer Eye, Karamo Brown, vakti sömuleiðis athygli í svörtum jakkafötum með fallegu mynstri.

Fleabag leikarinn Andrew Scott þótti þá smekklegur til fara í hvítum jakka og skyrtu við svartar buxur og meðleikkona hans, Phoebe Waller-Bridge, komst á lista margra yfir best klæddu stjörnur kvöldsins. Sjónvarpsþættirnir Fleabag héldu áfram að sanka að sér verðlaunum en Waller-Bridge var valin besta leikkonan í gamanþáttum og þættirnir valdir bestir í flokki söngleikja- eða gamanþátta. 

Mynd með færslu
 Mynd: Nina Prommer - EPA
Ellen DeGeneres og Portia de Rossi, Karamo Brown, Phoebe Waller-Bridge og Andrew Scott.

Áhugaverðar ákvarðanir
Það eru auðvitað alltaf einhverjir sem taka áhættu þegar kemur að fatavali fyrir hátíð sem þessa og misjafnt hversu vel tekst upp. Leikkonan Gwyneth Paltrow klæddist vægast sagt áhugaverðum gegnsæjum brúnum kjól sem sérfræðingar eru ekki sammála um hvort sé æðislegur eða hræðilegur. Söngkonan Taylor Swift klæddist þá mynstri sem vakti mismikla lukku og leikarinn Billy Porter fór sínar eigin leiðir eins og svo oft áður með síðum loðnum frakka. 

Mynd með færslu
 Mynd: Nina Prommer - EPA
Gwyneth Paltrow, Billy Porter og Taylor Swift

Ferlegar feilnótur
Það þurfa auðvitað alltaf að vera svartir sauðir en hafa ber í huga að sitt sýnist hverjum um tísku og voru alls ekki allir sammála um að eftirfarandi leikarar og leikkonur hafi verið meðal þeirra verst klæddu. Jennifer Lopez sem klæddist kjól með stórri slaufu, Cate Blanchett sem var í ljósgulum siffonkjól og Dakota Fanning sem sömuleiðis var í siffonkjól voru hins vegar á lista hjá mörgum. 

Mynd með færslu
 Mynd: Nina Prommer - EPA
Jennifer Lopez, Cate Blanchett og Dakota Fanning