Jarðskjálfti að stærð 3,2 við Grindavík

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Jarðskjálfti varð um fimm kílómetra vestnorðvestur af Grindavík þegar klukkan var um stundarfjórðung í sjö. Hann var 3,2 að stærð. Tveimur mínútum síðar var skjálfti upp á 2,6 á sömu slóðum.

Veðurstofan hefur fengið nokkrar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í Grindavík. Einnig fannst skjálftinn í Bláa lóninu.

Þrátt fyrir jarðskjálftana í kvöld hefur dregið úr skjálftavirkni síðustu daga. Veðurstofan heldur áfram sólarhringsvakt.

Fjallað er um möguleika á eldvirkni á Reykjanesskaga í Kveik í kvöld.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi