Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Jarðskjálfti 3,1 að stærð nærri Grindavík

14.02.2020 - 09:05
Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Jarðskjálfti að stærð 3,1 mældist tæpa fimm kílómetra NNV af Grindavík rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun og eru tilkynningar um að hann hafi fundist í Grindavík.

Dregið hefur úr skjálftavirkni í grennd við Grindavík undanfarna daga. Enn mælast þó smáskjálftar á svæðinu. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar fylgist áfram með virkni á svæðinu.

Vísbendingar eru um breytt mynstur í jarðskorpuhreyfingum, en hægt hefur á landrisi þótt enn megi sjá gliðnun yfir svæðið. Í heildina hefur land risið yfir 5 cm frá 20. janúar.

Líklegasta skýring á þessari virkni er kvikuinnskot á 3-5 km dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Líklegast er að virkninni ljúki án eldsumbrota.