Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Japanar áhugasamir um orminn

07.02.2012 - 17:18
Mynd með færslu
 Mynd:
Myndband af Lagarfljótsorminum fer nú sem logi yfir akur í Japan. Um 200.000 Japanar hafa skoðað það á ruv.is. Á því má sjá torkennilega veru á sundi í Jökulsá í Fljótsdal. Engu er líkara en Lagarfljótsormurinn sjálfur sé þar á ferð, en áin fellur í Lagarfljót.

Fyrirbærið hlykkjaðist um ána fyrir neðan bæinn Hrafnkelsstaði og virtist synda upp í strauminn.

Myndbandið var sett inn á ruv.is á fimmtudag. Það vakti strax mikla athygli og varð eitt af þeim mest lesnu á ruv.is. Fréttin hefur verið birt á nokkrum erlendum netmiðlum og rétt fyrir hádegi í dag rataði það svo inn á japönsku útgáfuna af Yahoo! 

Og það var ekki að sökum að spyrja; á örfáum klukkustundum heimsóttu hátt í 300.000 manns vefinn til þess eins að berja fyrirbærið augum, flestir frá Japan. 

Eins og margir vita þá eru Japanir miklir áhugamenn um skrímsli og aðrar kynjaverur. Þar í landi og víðar hafa spunnist umræður um það hvort myndbandið sé af hinu sögufræga skrímsli eða ekki.

Sjón er sögu ríkari!

http://www.ruv.is/frett/er-thetta-lagarfljotsormurinn