Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Íva, Daði og Nína áfram í úrslit Söngvakeppninnar

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Íva, Daði og Nína áfram í úrslit Söngvakeppninnar

15.02.2020 - 21:10

Höfundar

Seinni undankeppni Söngvakeppninnar fór fram í kvöld og reyndust Íva og Daði Freyr og gagnamagnið hlutskörpust í kosningunni. Dómnefndin ákvað að nýta sér Eitt lag enn möguleikann og senda Nínu einnig áfram í úrslitin sem fram fara 29. febrúar næstkomandi.

Á fyrra undanúrslitakvöldinu reyndust dúettinn Ísold og Helga og hljómsveitin Dimma hlutskörpust. Lögin sem keppa til sigurs 29. febrúar og keppast um að verða framlag Íslands í Eurovision árið 2020 eru því:

Gagnamagnið - Daði Freyr
Oculis Videre - Íva
Klukkan tifar - Ísold og Helga
Almyrkvi - Dimma
Ekkó - Nína

Mynd: Mummi Lú / RÚV
Gagnamagnið
Mynd: Mummi Lú / RÚV
Oculis Videre
Mynd: Mummi Lú / RÚV
Ekkó
Mynd: Mummi Lú / RÚV
Klukkan tifar
Mynd: Mummi Lú / RÚV
Almyrkvi

Tengdar fréttir

Tónlist

Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar - öll lögin

Floni og Elín Ey taka lagið í Söngvakeppninni í kvöld