Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ísstíflur í Hvítá virðast hafa losnað

20.01.2020 - 10:46
DCIM\100MEDIA\DJI_0548.JPG
 Mynd: Lögreglan á Suðurlandi
Vísbendingar eru um að ísstíflur í Hvítá á Suðurlandi hafi losnað að einhverju leyti, segir í athugasemdum sérfræðings á Veðurstofu Íslands. Ísstíflur hafa verið í ánni undanfarna viku og hefur svæðið verið vaktað.

Í athugasemdunum kemur fram að vatnshæð við Brúnastaði hafi farið lækkandi frá því á miðnætti. Það bendi til þess að áin eigi greiðari leið niður árfarveginn.

Eftir vatnavexti vegna úrkomu og leysinga um helgina fari vatnshæð í flestum ám nú lækkandi.

Tvö ár eru síðan mikil krapastífla myndaðist á sama stað. Þá flæddi að sumarhúsum þannig að vatnstjón varð en ekki vitað til þess að tjón hafi orðið nú. 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV