Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í kvöld

28.01.2020 - 11:35

Höfundar

Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. Sýnt verður beint frá verðlaunaafhendingunni á RÚV og á vefnum klukkan 19:55.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpar samkomuna auk þess sem Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags bókaútgefenda mun taka til máls. Eftir að verðlaun hafa verið afhent mun tónlistarmaðurinn Jónas Sig leika nokkur lög. Verðlaun verða veitt í þremur flokkum að vanda, í flokki fagurbókmennta, barna- og unglingabóka og fræðibóka og rita almenns efnis.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Jón Viðar Jónsson
Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 - 1965
Útgefandi: Skrudda

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Lífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi
Útgefandi: Vaka-Helgafell

Páll Baldvin Baldvinsson
Síldarárin 1867-1969
Útgefandi: JPV útgáfa

Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir
Jakobína – saga skálds og konu
Útgefandi: Mál og menning

Unnur Birna Karlsdóttir
Öræfahjörðin – Saga hreindýra á Íslandi
Útgefandi: Sögufélag

Dómnefnd skipuðu:
Árni Sigurðsson, Kolbrún Elfa Sigurðardóttir og Knútur Hafsteinsson sem jafnframt var formaður nefndar.


Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:

Arndís Þórarinsdóttir
Nærbuxnanjósnararnir
Útgefandi: Mál og menning

Bergrún Íris Sævarsdóttir
Langelstur að eilífu
Útgefandi: Bókabeitan

Hildur Knútsdóttir
Nornin
Útgefandi: JPV útgáfa

Lani Yamamoto
Egill spámaður
Útgefandi: Angústúra

Margrét Tryggvadóttir
Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir
Útgefandi: Iðunn

Dómnefnd skipuðu:
Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, formaður nefndar, Jórunn Sigurðardóttir og Þórlindur Kjartansson.


Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:

Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Svínshöfuð
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Bragi Ólafsson
Staða pundsins
Útgefandi: Bjartur

Guðrún Eva Mínervudóttir
Aðferðir til að lifa af
Útgefandi: Bjartur

Sölvi Björn Sigurðsson
Selta - Apókrýfa úr ævi landlæknis
Útgefandi: Sögur útgáfa

Steinunn Sigurðardóttir
Dimmumót
Útgefandi: Mál og menning

Dómnefnd skipuðu:
Bergsteinn Sigurðsson, formaður nefndar, Ragnhildur Richter og Steingrímur Þórðarson