Sigríður Ýr Unnarsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur, hyggst slá heimsmet og komast í heimsmetabók Guinness í upphafi næsta mánaðar. Hún ætlar ásamt Bandaríkjamönnum Michael Reid og Chris Fabre að slá met frá árinu 2009 í lengstu vegalengd á smáu bifhjóli.