Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Íslensk kona ætlar í heimsmetabók Guinness

19.08.2016 - 19:22
Mynd með færslu
 Mynd: Sigríður Ýr Unnarsdóttir
Sigríður Ýr Unnarsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur, hyggst slá heimsmet og komast í heimsmetabók Guinness í upphafi næsta mánaðar. Hún ætlar ásamt Bandaríkjamönnum Michael Reid og Chris Fabre að slá met frá árinu 2009 í lengstu vegalengd á smáu bifhjóli.

Þau ætla að ferðast 2500 kílómetra á Honda CRF50 smáhjóli. Þau munu ferðast í gegnum níu fylki Bandaríkjanna á tólf dögum. Núverandi heimsmet settu Ryan Galbraith og Chris Stinson árið 2009 en þeir fóru 718 kílómetra. Tvær tilraunir hafa verið gerðar til slá metið síðan þá en hvorugt hefur þó verið viðurkennt af heimsmetabók Guinness. Will Rodgers fór 819 kílómetra árið 2014 og Kevin Bean're fór 2264 kílómetra sama ár.

Hér fyrir neðan má sjá unga stúlku aka um á bifhjóli að sömu gerð og Sigríður Ýr ætlar að nota í Bandaríkjunum.

Hjálmar Friðriksson
Fréttastofa RÚV