Íslensk hönnun á Bessastöðum

08.06.2019 - 17:22
Mynd: RÚV / RÚV
Í gær afhentu Samtök iðnaðarins og hönnuðir og smiðir íslenskra húsgagna forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, valda gripi sem verða til sýnis og notkunar í suðurstofu Bessastaða á næstu misserum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Guðni ávarpaði gesti í gær og þakkaði Samtökum iðnaðarins fyrir undirbúning framtaksins ásamt öllum hönnuðum sem taka þátt í verkefninu. 

Í tilkynningunni kemur fram að flest færanleg húsgögn á Bessastöðum séu ensk að uppruna og Sveinn Björnsson hafi látið kaupa þau þegar hann varð ríkisstjóri og flutti á staðinn. Það hafi því verið orðið tímabært að helga einn af sölum forsetasetursins íslenskri hönnun og húsgagnagerð. 

helenars's picture
Helena Rós Sturludóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi