Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Íslensk flugvél í neðansjávar skemmtigarði

16.06.2019 - 15:26
Erlent · Boeing · Hafið
Mynd með færslu
 Mynd: Dive Bahrain
Íslenskri flugvél var komið fyrir í skemmtigarði á hafsbotni við Barein í vikunni. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 747, var áður í eigu Air Atlanta. Þetta er í fyrsta sinn sem svo stórri vél er sökkt og komið fyrir á hafsbotni, en hún er 70 metrar á lengd.

Þessu er greint frá á vef Vísis í dag.

Neðansjávar skemmtigarðurinn er enn í þróun ríkisstjórnar Barein. Til stendur að opna hann síðar í sumar. Garðurinn nær yfir 100.000 fermetra svæði á hafsbotni og verður sá stærsti sinnar tegundar. Markmiðið er að kafarar geti átt einstaka upplifun í honum.

Flugvélin er helsta aðdráttarafl skemmtigarðsins en einnig verður þar að finna stór segl og hús. Þá er unnið að því að koma fyrir skipi og skúlptúrum í garðinum. Gætt er að því að sjávarlífi og sjávarfangi sé ekki spillt með aðgerðunum.

Flugvélin var byggð árið 1981 og hefur bæði verið notuð sem farþega- og flutningaflugvél. Upphaflega var hún í eigu Malaysia Airlines en nú síðast Air Atlanta.