Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Íslendingar tuktaðir til á Twitter

11.06.2019 - 12:21
Mynd með færslu
 Mynd: Twitter
Ísland og Tyrkland mætast í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli kl 18:45 í dag. Mikil umræða hefur átt sér stað á samfélagsmiðlinum Twitter í aðdraganda leiksins.

Belgískur maður beindi uppþvottabursta að einum leikmanni Tyrkja við komuna til Keflavíkur. Það hefur hlotið misgóð viðbrögð meðal stuðningsmanna Tyrkja og hefur hótunum og fúkyrðum rignt yfir Íslendinga. Þá hafa nokkrar heimasíður orðið fyrir árásum og aðkasti, m.a. Isavia og KSÍ, þó að ekki sé unnt að staðfesta að þær tengist með beinum hætti.

Víða var stutt í grínið.

 

Suat Bakir telur að UEFA þurfi að bregðast við og refsa Íslendingum, sem hann telur að hafi sýnt af sér óásættanlega hegðun.

Stuðningsmannasíðan Footy Turkish segir að Tyrkir hafi orðið fyrir kynþáttafordómum og að tyrkneska liðinu hafi verið haldið í flugstöðinni án skýringa.

 

Hjá öðrum rifjuðust upp góðar minningar.

BBC greinir einnig frá málinu.

Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, blandaði sér í umræðuna.

Özge Von segir að Belgi sé að valda deilum milli Tyrkja og Íslendinga, og að Norðmenn séu einnig flæktir í deilurnar

Guðmundur Benediktsson býst við heimsókn frá Tyrkjum.

Listamaðurinn Kött Grá Pjé hafði þetta um málið að segja.

Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli í köld kl 18:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV og lýst á Rás 2.