Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Íslendingar sem dvöldu í Wuhan komnir til landsins

22.02.2020 - 12:09
Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Íslensk fjölskylda, sem dvalið hefur í Wuhan í Kína að undanförnu kom heim til Íslands í gær. Fjölskyldan óskaði eftir því fyrir skemmstu að koma heim. Miklar takmarkanir eru á samgöngum frá Wuhan en í gegnum almannavarnasamstarf Evrópu var fólkinu komið í sérstakt flug til Frakklands sem var skipulagt fyrir Evrópubúa á svæðinu.

Þetta staðfestir Hjálmar Björgvinsson í samtali við fréttastofu. Hann leggur áherslu á að enginn fái að fara frá Kína nema sá hinn sami sé heilbrigður og hafi ekki umgengist smitaða einstaklingaBorgaraþjónusta

utanríkisráðuneytisins og sendiskrifstofurnar í Peking og París, í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra unnu saman að heimflutningi fjölskyldunnar, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. 

Fjölskyldan lenti i Reykjavík síðdegis í gær. Hún hefur síðan gengist undir læknisskoðun og er komin til síns heima þar sem hún þarf að halda sig næstu tvær vikurnar samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis. 

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV