Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Íslendingar nota mest af raforku – miðað við höfðatölu

28.11.2019 - 10:17
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Íslendingar nota mesta raforku í heimi, miðað við höfðatölu, samkvæmt tölum Alþjóða efnahagsráðsins, World Economic Forum, um raforkunotkun á árinu 2017. Raforkunotkun á hvern Íslending nam 54.4 MWh. Noregur er í öðru sæti en Norðmenn nota helmingi minni raforku en Íslendingar miðað við höfðatölu.

Bahrain, Katar og Kúveit eru í næstu þremur sætunum á listanum og segir Alþjóða efnahagsráðið loftkælingu að mestu skýra raforkunotkun þar.  

 

Mikil raforkunotkun á Íslandi skýrist aðallega af lágu raforkuverði og stóriðju, segir í frétt Alþjóða efnahagsráðsins. Við bætist myrkrið yfir veturinn. Svipaðar aðstæður séu í Noregi, sem situr í öðru sæti listans, með tæplega 24 MWh á mann. Norðmenn nota rafmagn til að kynda hús sín.

Á heimsvísu jókst raforkunotkun um 2,5 prósent og nemur nú 25.721 teravattstundum. Þar af notar Kína allra landa mest eða tæplega 26 prósent, og Bandaríkin næst mest eða 17,5 prósent.