Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Íslendingar hrifnir af erlendum verkamönnum

26.02.2016 - 11:47
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink
Íslendingar eru jákvæðari en aðrar ríkar þjóðir gagnvart erlendu vinnuafli. 60 prósent þjóðarinnar telja að það sé jákvætt fyrir þjóðfélagið að fá erlent vinnuafl til landsins.

Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur fram að 42 þjóðir af 69 hafa fremur neikvæða afstöðu til erlends verkafólks. Milliríkar þjóðir eru flestar neikvæðar en fátækar þjóðir eru almennt hrifnar af því að fá útlendinga í vinnu.

Á meðal þeirra þjóða sem teljast til ríkra þjóða eru Íslendingar og Sádi-Arabar jákvæðastir í garð útlendra verkamanna. Neikvæðustu ríku þjóðirnar gagnvart erlendu vinnuafli eru Hollendingar, Frakkar og Belgar.

Jákvæðastir allra í garð erlendra verkamanna eru Kínverjar og Pakistanar.

 

johannhlidar's picture
Jóhann Hlíðar Harðarson
Fréttastofa RÚV