Íslendingar fluttir frá Wuhan í flugvél á vegum ESB

20.02.2020 - 16:19
epa08168539 A fully protected nurse takes a phone call beside her ambulance in Wuhan, Hubei province, China, 26 January 2020 (issued 27 January 2020). According to media reports, Wuhan is widely considered as the origin point of the coronavirus outbreak. The virus outbreak has so far killed at least 56 people with around 2,000 infected, mostly in China.  EPA-EFE/YUAN ZHENG CHINA OUT
 Mynd: EPA-EFE - FEATURECHINA
Íslensk þriggja manna fjölskylda, sem hefur dvalið í Wuhan-borg í Kína, verður flutt þaðan í flugvél á vegum Evrópusambandsins á næstunni. Fram kemur í stöðuskýrslu Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sem gefin var út í dag, að íslensk stjórnvöld vinni að því að koma fólkinu í þessa flugferð.

Í skýrslunni segir jafnframt að þau hafi engin einkenni COVID-2019 veirunnar. Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnalækni, Þórólfi Guðnasyni, er búið að loka fyrir allar samgöngur til að frá Wuhan-borg og því er þetta eina leiðin fyrir fjölskylduna til að komast þaðan.

COVID-2019 veiran getur valdið alvarlegri lungnabólgu og hafa lang flest smitin verið í Kína. Hér á landi er unnið samkvæmt óvissustigi. Enginn hefur greinst með veiruna hér á landi. Smit hafa verið staðfest hjá 75.744 manns á heimsvísu og hafa 2.128 þeirra látist. Átta dauðsföll hafa verið utan Kína. 16.526 hafa náð sér af veikindunum. Nýjum tilfellum hefur fækkað undanfarna daga, að því er segir í stöðuskýrslunni, og hefur helsta fjölgunin verið um borð í skemmtiferðaskipum við Kína.  

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi